Langar þig að læra að láta þér líða virkilega vel og verða þinn besti vinur?
Viltu finna innri ró sem fylgir þér sama hvað gengur á í lífinu?
Þá ert þú komin á réttan stað!

Námskeiðið Innri ró er afrakstur rúmlega 20 ára leitar, sjálfsvinnu og andlegs ferðalags.

Þetta námskeið er allt það sem ég vildi óska að ég hefði haft aðgang að þegar ég var að leita að öllum mögulegum leiðum til að finna innri ró og varanlega vellíðan.
Innri ró er mín leið til að stytta leiðina fyrir þig.

Hvað er Innri ró?

Þetta er 6 vikna netnámskeið í fylgd með kennara þar sem þú lærir aðferðir til að takast á við stress, áhyggjur og neikvætt sjálfstal.
Þú lærir að byggja þig upp, þykja vænt um þig og vera með þér í liði.

Námskeiðið er byggt á bæði árþúsunda gömlum jóga fræðum sem og vestrænum vísindum. Hér lærir þú þrautreyndar aðferðir til að finna innri ró.
Þó að þetta sé netnámskeið þá ertu í tengslum við bæði kennara og aðra þátttakendur.
Námkseiðið er opið fyrir fólk á öllum aldri og öllum kynjum

Um kennarann

Hugleiðsla, innri ró, námskeið, sjálfsást

Hver er ég eiginlega og hvaða forsendur hef ég til að kenna þetta námskeið?

Í eins stuttu máli og hægt er: ég er komin í gegnum skóginn og langar til að vísa öðrum leiðina í gegn sem virkaði fyrir mig.

Hæ, ég heiti Jarþrúður, kölluð Jara. Ég hef líka andlegt nafn sem mér var gefið, Gian Tara, eða sú sem lýsir upp heiminn með visku… 💁🏼‍♀️

Ég er hugleiðslu nemandi og kennari, tónlistarmaður, jógakennari, stjörnuspekingur, mamma og fleira.

Fyrir 7 árum upplifði ég djúpa andlega vakningu. 

Fyrir það var ég mjög leitandi og leið satt best að segja ekki vel. Ég var að glíma við mikinn kvíða, mis alvarlegt þunglyndi og afleiðingar áfalla. 

Ég missti bróður minn sem ég var mjög náin þegar ég var 22 ára og hann 19 ára. Það breytti lífi mínu varanlega. Það mætti segja að miðlífs krísan hafi hellst yfir mig þarna rétt rúmlega tvítuga. Til hvers erum við hérna? Um hvað snýst þetta allt saman? Hvað er það sem skiptir máli í lífinu?

Ég lærði hægt og rólega alls konar aðferðir til að hjálpa sjálfri mér að líða betur.  Ég lærði bæði vestræna heimspeki og austræna. Hugleiðslu, jóga, sjálfstal, öndun og fleira, en það var ekki fyrr en eftir andlegu vakninguna fyrir 7 árum að ég aflaði mér réttinda til að kenna það sem ég hef lært. Ég er jóga og hugleiðslu kennari, “transformational coach” og er stöðugt að bæta við mig þekkingu með námskeiðum og lestri.

Síðustu 5 ár hef ég starfað sem jóga og hugleiðslu kennari, andlegur leiðbeinandi og stjörnuspekingur.  (Ég trúi ekki á stjörnuspeki. Ég þarf þess ekki. Ég veit að hún virkar og ég nota hana þess vegna.)

Ég á tvö börn, eitt uppkomið og annað helmingi yngra. Ég er tónlistarmaður og hef samið tónlist fyrir nokkur leikrit, stuttmyndir og heimildarmynd í fullri lengd. Hef leikið og gert listgjörnunga. Ég lærði líka heimspeki í HÍ og tónsmíðar í LHÍ.

Ég kalla mig stundum “mystic” ég þekki ekki gott orð yfir það á íslensku. Það þýðir sá sem hefur fengið beina upplifun af Guði, þessu heilaga, hvað sem við viljum kalla það. Því ég hef það og get tengt inn í það hvenær sem er, svo lengi sem ég þvælist ekki fyrir sjálfri mér. Það er kannski gott að taka það fram að ég skil orðið Guð sem allt sem er, alls staðar, alltaf, að eilífu. Ekki kall með skegg. 

En í Innri ró er aðal áherslan á þetta praktíska. Aðferðir sem virka. Mér gæti ekki verið meira sama um hvort, eða á hvað, þú trúir.

„Minn draumur er einfaldlega að gefa þér einfalt aðgengi að öllu sem ég veit að virkar til að finna innri ró.’’

Það sem þú lærir

Þetta er allt kennt með virkum stuðningi kennara, lifandi tímum og möguleikum á að spyrja spurninga um efni námskeiðisins.
öndun, lærðu að hægja á tímanum og búa til pláss á milli þín og áreitisins

Öndun

Þú lærir að nota öndun á virkan hátt til að slaka á, kyrra hugann og búa til pláss til að velja hvernig þú bregst við heiminum og áreitinu í umhverfinu.
Meðvituð öndun er magnað tæki.
Hún gefur bæði beinan andlegan og líkamlegan ávinning .

jákvætt sjálfstal, lærðu að sýna þér sjálfsást í verki

Jákvætt sjálfstal

Þú lærir að eiga betri samskipti við þig, inni í höfðinu á þér. Þú lærir að hlusta eftir sjálfstalinu og færð heimavinnu til að æfa jákvætt uppbyggjandi sjálfstal til að lækka í innri gagnrýnandanum og skipta honum út þegar það á við.

hugleiðsla - lærðu að gera hugleiðslu að sjálfsögðum hluta lífsins

Hugleiðsla

Þú lærir nokkrar leiðir til að hugleiða til þess að þú finnir aðferð sem hentar þér og færð æfingu og aðhald til að hugleiða reglulega.
Hugleiðsla breytir heilanum og er það tæki sem hefur mest afgerandi jákvæð áhrif á bæði andlega og líkamlega líðan.

lærðu að iðka þakklæti

Þakklæti

Þú færð æfingu í að sjá lífið þitt í gegnum linsu þakklætis og vináttu. Samkvæmt nýlegum rannsóknum er þakklætis iðkun eitt það einfaldasta sem við getum gert til að líða betur.

Núvitund, lærðu að búa í núinu, þar sem lífið býr

Núvitund

Þú lærir einfalda leið til að vera meira til staðar í núinu. Bæði fyrir þig og fyrir fólkið þitt. Núið er það eina sem er raunverulegt og þegar við lærum að dvelja meira þar verður lífið einfaldara.

slökun, lærðu að velja slökun og innri ró framm yfir stressið

Slökun

Þú lærir leiðir til að slaka á í amstri dagsins og lærir að forgangsraða betur.
Innifalið í námskeiðinu er líka yoga nidra djúpslökunar tími sem þú færð upptöku af til að eiga og getur notað eins oft og þú vilt.

Nánar um námskeiðið Innri ró

  • Námskeiðið tekur 6 vikur, eða 40 daga. Tímann sem það tekur að búa til nýtt hugsana mynstur.

  • Í hverri viku förum við yfir nýtt efni og byggjum hægt og rólega ofan á það sem kemur á undan. Passlega mikið efni í hverri viku, ekki of mikið.

  • Í byrjun hverrar viku færðu senda vinnubók og upplýsingar um efni vikunnar og link á zoom fundi vikunnar.
 
  • Námskeiðið fer fram í gegnum netið inni á lokuðu svæði þar sem efni námskeiðisins á heima og á lokuðu spjall svæði þar sem er hægt að vera í samskiptum við kennara og aðra þáttakendur.
 
  • Það er kennt einu sinni í viku á þriðjudögum kl 18-19/19.30. Það er hægt að horfa á upptöku eftir á fyrir þá sem komast ekki í tímann. Þetta er aðal kennslu hluti námskeiðisins.
 
  • Einu sinni eða oftar í viku verður hugleiðslu tími.
 
  • Það verða 3 tímar eingöngu fyrir spurningar en einnig verður hægt að spyrja spurninga inni á lokaða svæðinu.
 
  • Innifalið er einn yoga nidra tími og upptaka til að eiga. 
 
  • Þú lærir stutta æfingaröð til að slaka á taugakerfinu sem þú getur gert hvar sem er.
 
  • Þú lærir um taugakerfið þitt og hvernig það tengist meltingarkerfinu og hvernig slökun og innri ró hafa mjög bein jákvæð áhrif á líkamann.
 
  • Í viku 4 skoðum við rútínuna okkar og það sem við neytum og veljum okkur eitthvað eitt til að hætta eða minnka við okkur næstu vikuna. 
 
  • Við fáum skemmtilega gestakennara í heimsókn
 

Gróft skipulag námskeiðisins*:

Vika 1 – Hugleiðsla og sjálfstal. Við lærum einfalda hugleiðslu og lærum að taka eftir innra sjálfstalinu.

Vika 2 – Öndun og ósjálfráð viðbrögð. Við lærum nýja hugleiðslu.

Vika 3 – Sjálfsást og þakklæti. Við lærum nýja hugleiðslu.

Bónus: Stjörnuspeki & Human Design fræðsla með Jöru Gian Töru og örlestur fyrir þá sem vilja

Vika 4 – Núvitund og rútína sem styður. 

Bónus: Fræðsla um ADHD og neurodivergence.

Vika 5 – Horft til framtíðar. 

Vika 6 – Tengjum punktana og fögnum

*Skipulagið er í mótun og gæti breyst til að falla betur að þörfum þáttakenda.

Umsagnir um kennaran frá fyrri námskeiðum:

“Ég er mjög ánægð og þú hélst vel utanum hópinn verandi bæði á zoom og í sal "Fróðlegt námskeið og svo jákvætt flæði. Vandlega farið yfir efnið og svo skemmtilega sagt frá öllu. Mér finnst standa upp úr hversu vandlega þú sýndir okkur allt og það var frábært að fá ítarefni sent fyrirfram til að geta undirbúið sig. Kærar þakkir fyrir mig”
- Gyða
„Áhugi á því sem hún er að gera og einlæg, fróð og upplýsandi, gefur frá sér og tekur við, inspirational."
Ragga J
„Besta námskeið í heimi!"
Helgi Ó
“Takk fyrir mig. Mér hefur aldrei liðið eins vel á námskeiði eins og hjá þér, samt búin að prófa mörg. Það var eins og eitthvað. gerðist í þessum tíma. Ég varð öll léttari. Magnað.”
Unnur B

Ég býð þér að ýminda þér það sem er mögulegt fyrir þig:

Hvernig væri það að vakna og það fyrsta sem þér dettur í hug er þakklæti fyrir allt það góða í lífinu þínu?

Þú vaknar í rólegheitum, gefur þér tíma fyrir stutta hugleiðslu eða þitt uppáhalds morgun ritúal áður en þú ferð út í daginn.

Reglulega yfir daginn þá grípur þú þig á leiðinni inn í stress eða neikvæðar hugsanir og í staðin fyrir að fara þangað þá andar þú djúpt og grípur í tækin sem þú lærðir á námskeiðinu. 

Aðra daga þá kemur stressið og áhyggjurnar ekki einu sinni upp því að þú ert búin/n að læra að fyrirbyggja stressið.

Þú ert meðvitaðri um hvert þú ert að stefna og hvað skiptir þig raunverulega máli og þú ert með plan um hvernig þú ætlar að komast þangað. Þú ert með gildin þín á hreinu.

Þú ert í miklu meiri núvitund og nærð að velja hegðun og hugsanir sem næra þig, kæta og færa þér ró.

En það besta af öllu er að þú ert búin að læra að láta þér þykja vænt um þig. Samræðan innra með þér er orðin falleg, uppbyggileg og vinaleg. Og þegar þú gerir mistök eða gleymir þér þá mætir þú þér í sama skilningi og þú mætir besta vini þínum eða barninu þínu. Þú ert með þér í liði.

Þegar þú leggst svo upp í rúm á kvöldin þá geturðu horft til baka yfir daginn í þakklæti og sofnar full/ur innri ró.

Þetta námskeið er fyrir þig ef:

 
  • Það er alltof mikið stress í lífinu þínu en þú veit ekki hverig þú getur minnkað það
  • Þú veist að hugleiðsla er góð fyrir þig en þú veist ekki hvernig þú átt að byrja 
  • Þú hefur prófað að hugleiða en tekst ekki að halda þig við það
  • Þú hefur prófað að hugleiða en finnst það erfitt
  • Þú vilt forðast að lenda í kulnun en grunar að þú stefnir þangað 
  • Mér líður eins og ég sé á krossgötum en veit ekki hver næstu skref eru
  • Þú ert að eiga við áhyggjur og kvíða hugsanir
  • Þú ert stöðugt að rífa þig niður með hugsunum þínum
  • Þér líður ekki vel en veit ekki hvað ég get gert til að líða betur
  • Þér finnst mjög erfitt að vera einn með sjálfum þér
  • Þér hefur oftast liðið vel en langar til að llæra tæki til að geta betur hjálpað nánasta fólkinu þínu að líða betur

Þetta námskeið er ekki fyrir þig ef:

 
  • Þú ert sátt/ur og glöð/glaður og kannt að breyta líðan þinni þegar þú þarft á því að halda og leyfa þér að upplifa tilfinningar þínar á heilbrigðan hátt
  • Þú hefur engan áhuga á hugleiðslu, öndun og núvitund
  • Þú ert lokuð/lokaður fyrir að prufa nýjar leiðir til að takast á við lífið
  • Þú ert sátt/ur í fórnarlambs hlutverki og vilt ekki taka neina ábyrgð á eigin líðan
  • Þú ert að glíma við alvarlegan geðrænan vanda sem þarfast sérhæfðar meðferðar
 
Ég vil taka það fram að þetta er ekki sálfræði meðferð. Þetta er námskeið sem kennir aðferðir sem gagnast flestum til að líða betur andlega og likamlega. Stundum er einstaklings miðuð meðferð hjá góðum sálfræðingi eða geðlækni það sem við þurfum mest á að halda. Ef þú ert í vafa, ekki hika við að senda mér línu á 

Algengar spurningar:

Tímarnir fara fram í gegnum zoom.

Þú þarft að hafa zoom forritið á því tæki sem þú ætlar að nota til að taka þátt í tímanum. Zoom er frítt.

Þegar þú skráir þig færðu aðgang að heimasvæði námskeiðisins tveimur dögum áður en námskeiðið hefst. Það er til þess að þú hafir nægan tíma til að skrá þig inn og fá hjálp ef þú lendir í einhverjum vandræðum.

Þú þarft ekkert nema að geta notað tölvu eða snjallsíma til að geta tekið þátt í námskeiðinu.

Því meiri tíma sem þú gefur þér því meira færðu út úr námskeiðinu. 

Að því sögðu þá þarftu í minnsta lagi að gefa þér 2 tíma í viku í að mæta í kennslu tímann og gera þau verkefni sem þúufinnur að þú munt græða á að gera.

Einnig er best að gefa sér amk 5-20 mínútur á dag í hugleiðslu og stutta innri ró vinnu. Það er minna en einn sjónvarpsþáttur á dag…

Þetta er hóp námskeið með lifandi tímum í gegnum zoom þar sem þú fylgir hópum og færð beinan aðgang að kennara í gegnum spurningatíma.

En þúu getur líka gert námskeiðið á eigin hraða ef þér finnst það betra.

Allir fara líka í litla stuðnings hópa með öðrum þátttakendum.

Ef þú vilt síður fá stuðning frá öðrum þátttakendum þá getur þú látið vita að þúu viljir ekki vera sett/ur í hóp,

Það eru að hámarki 30 þáttakendur í bili.

Já. Þú getur bæði sent inn spurningar og svo eru líka sérstakir tímar bara fyrir spurningar og spjall.

Þú mátt hætta við og fá endurgreiðslu í 48 tíma eftir að námskeiðið hefst ef þú finnur að þetta er ekki fyrir þig eftir fyrsta tímann. 

Þúu hefur aðgang að upptökunum í mánuð eftir að námskeiðið

Vilt þú gera Innri ró að þínum raunveruleika?

Ég vonast til þess að sjá þig á námskeiðinu!

Ef þetta höfðar til þín þá er ég viss um að þú munt ekki sjá eftir því.

Ég mæli með því að skrá mig núna strax því að fyrstu skiptin sem þetta námskeið verður haldið munu vera með mesta stuðninginn og mestu nándina við kennarana. 

 

Settu andlega líðan og Innri ró í forgang

Lífið er núna. 

Þú hefur engu að tapa. 

Þú mátt hætta við og fá endurgreiðslu í 48 tíma eftir að námskeiðið hefst ef þú finnur að þetta er ekki fyrir þig.